Markmið leikskólans Vinaminnis
taka mið af lögum um leikskóla og grunnþáttum menntunar.
Grunnþættir menntunar, markmið og starfshættir leikskólans fléttast saman í öllu starfi skólans.
- Að börnin fái tækifæri til að taka þátt í merkingarbæru starfi
- Að hvetja börnin til sjálfstæðis, sjáfsvitundar og að þau geti þroskast á eigin forsendum í gegnum leikinn
- Að efla sköpunarhæfileika barnanna, gagnrýna hugsun og að styrkja þau í að finna lausnir – læsi
-
Að veita börnunum læsishvetjandi umhverfi og stuðla að góðu íslensku máli
- Að styðja börnin í trú á eigin getu og samskipti þeirra einkennist af virðingu og jafnrétti
- Að styrkja andlega, líkamlega og félagslega vellíðan barnanna
- Að veita börnunum tækifæri til að kynnast náttúru, umhverfi, menningu og samfélagi
- Að börnin öðlist hamingju og gleði í leikskólastarfinu og þau finni sig hluta af heild
Ávallt skal hafa það í huga að börnin eru litlir einstaklingar sem eru að þroskast og dafna. Allt sem þau hafast að í leikskólanum, viðmót og samskipti eflir þau í hinum alhliða þroska og mótar þau til framtíðar. Sú þekking og færni sem þau öðlast á leikskólaárunum örvar þau til dáða í þekkingarleit sinni. Því er mikilvægt að börnin fái að þroskast á eigin forsendum. Jákvæð samskipti eru forsenda virðingar og jafnréttis. Sjálfstæði og félagsfærni veitir börnunum vellíðan og hamingju sem hvetur þau áfram og þau skynja merkingu viðfangsefnanna.