Kæru foreldrar
Við í leikskólanum Vinaminni ætlum ekki að láta þorrann fram hjá okkur fara án þess að fagna.
Föstudaginn 26. janúar ætlum við að halda þorrablót með tilheyrandi kræsingum á matarborðum skólans.
Það er alltaf stemning á þessum degi og börnin áhugasöm um að smakka sem flestar tegundir af þorramatnum. Sum geta kingt flestum tegundum meðan önnur geta það ekki.
Til að allir verði mettir verður gamli góði grjónagrauturinn á borð borinn allavega á yngri deildum skólans.
Börnin fá að smakka: sviðasultu, svínasultu, lundabagga, hrútspunga, hangikjöt, harðfisk, hákarl, rófustöppu og uppstú og kartöflur.
þar til næst
Bestu kveðjur
leikskólastjóri