Kæru foreldrar

Þá er komið vor í loft hjá okkur en snjórinn hefur heldur betur gefið börnunum ykkar tækifæri til að leika í þessum skemmtilega efniviði sem snjórinn er. Við fullorðna fólkið höfum kannski ekki verið eins ánægð með veðráttuna og magnið sem við fengum af snjónum en það er aukaatriði þegar við horfum til barnanna.
Börnin ykkar eru mjög duglega að leika úti og við finnum það núna hvað þau eru ánægð úti og vorfílingurinn er svo sannarlega kominn í litlu kroppana sem er bara yndislegt.

Eins og allir landsmenn eflaust vona þá kemur vorið von bráðar með sól í heiði og sól og gleði í sinni. Allt þetta veitir börnunum víðsýni og notalegar tilfinningar sem eflir fróðleiksfýsn þeirra og gleði.

Í maí mánuði klárum við hópastarfið og Vísdómsstundirnar, elstu börnin útskrifast með miklum hátíðarhöldum eins og endranær en eftir útskrift verða elstu börnin í vísindaferðum um borg og bæ.
Elstu börnin öðlast þannig ótrúlega mikið sjálfstæði, fræðslu og sjóldeildarhringurinn þeirra víkkar.
Elstu börnin verða svo sannarlega tilbúin og vel undirbúin fyrir næsta skólastig næsta haust, þau fara með fangið fullt af vísdómi í farteskinu sem þau eiga eftir að nýta sér í framtíðinni.

þar til næst
Sólveig Einarsdóttir
leikskólastjóri.