Kæru foreldrar
Þá fara jólin að ganga í garð með öllum sínum jólasöngvun, jólsögum, jólaskreytingum, jólamat svo ekki sé minnst á alla jólapakkana undir fallegum jólatrjám heimilanna. Það er ekki skrítið þó litlu börnin titri dálítið af tilhlökkun en jólin eru jú hátíð barnanna.
Desember er búinn að vera sérstaklega ljúfur í leikskólanum þetta árið. Börnin ykkar hafa verið svo dugleg við allt sem þau hafa tekið sér fyrir hendur, bæði í leik og starfi.
Það þarf ekki að ræða óþverra pestir sem hafa komið óþægilega við sum ykkar á undanförnum mánuðum en börnin verða síðar ónæm fyrir öllum pestum þegar til lengri tíma er litið. Þetta er erfitt meðan á því stendur en trúið mér þetta fer batnandi með hverju árinu sem líður.
Megið þið kæru fjölskyldur eiga gleðiríka jólahátíð og megi nýja árið taka fagnandi á móti ykkur öllum með velgengni og nýjum tækifærum ykkur til handa.
Takk fyrir samstarfið á árinu 2021 og ég hlakka til að eiga áfram heillaríkt samstarf við ykkur öll á árinu 2022
Njótið samverunnar kæru börn og foreldrar, jólahátíðin er svo sannarlega tími samveru fjölskyldunnar og notalegheita.
Þar til næst
leikskólastjóri