Kæru foreldrar.
Til hamingju með daginn allir húsbændur.
Í Vinaminni var mikið um dýrðir hjá börnunum ykkar. Þorra var blótað í hádeginu eins og góðra íslendinga er siður á þessum degi.
Það var gert langborð á deildum og þorramaturinn smakkaður af hugrökkum nemendum. Eitt og eitt barn vildi smakka hákarlinn en flestir sátu hjá í því boði.
Það var mikil stemning í húsinu og börnin á Töfrasteini höfðu mikið af skemmtilegum hugmyndum fyrir daginn sem þau fengu aðstoð við að framkvæma. Eins og t.d. var gert „leiksvið“ í skólastofunni og þar tróðu börnin upp í litlum hópum. Þau skreyttu stofuna með blöðrum og þau teiknuðu myndir til að skreyta með. Íslenski fáninn fékk hlutverk við skreytingarnar og þau fluttu borð og stóla inn í skólastofuna til að gera daginn sem skemmtilegastann. Dagurinn var mjög vel heppnaður og börnin nutu sín mjög, mjög vel.