Kæru foreldrar.

Ekki þarf að segja ykkur að börnin ykkar eru besta fólkið.
Það eru forréttindi að fá það hlutverk að styðja þau á fyrsta skólastiginu og hjálpa þeim að efla sig svo þau verði tilbúin að takast á við næsta skólastig, þ.e. grunnskólann þegar þar að kemur.
Leikskólinn er fyrsta skólastigið þar sem leikurinn er mikilvægasta aflið. Börnin ykkar eru mjög dugleg að leika og það er svo gaman að sjá að þau geta leikið með öllum. Að sjálfsögðu leika bestu vinir mikið saman en börnin ykkar geta líka leikið með öðrum vinum sínum sem er mjög mikilvægt.
Í leikskólanum efla börnin sig í félagsþroska sem er að mínu mati einn af mikilvægustu þroskaþáttum hvers barns þegar til lengri tíma er litið. Það er góð líðan fyrir lítið barn sem er að fara út í hinn stóra heim grunnskólans að geta blandast nýjum barnahópi á nokkurra vandkvæða.
Börnin þurfa að vera ánægð með sig og þau þurfa að geta tekið pláss alveg eins og hver annar. Hér er ég og ég þori, get og vil, sjálfstraustið kemur þar mjög sterkt inn og sá þáttur sem hjálpar börnunum ykkar á lífsleiðinni.
Á leikskólaárunum er grunnur lagður og mikilvægt að sá grunnur sé stöðugur og traustur svo auðvelt sé fyrir börnin ykkar að byggja upp lífsleiðina út frá þeim grunni.
Gleði, vellíðan og hvatning er ríkjandi í skólastarfinu okkar í Vinaminni en það hjálpar börnunum ykkar við að þroskast á sínum forsendum í skólastarfinu og koma sterkir karaterar út í lífið.

Þar til næst
Sólveig Einarsdóttir
leikskólastjóri