Nú fer vetrarstarfið okkar í leikskólanum Vinaminni að fara á fulla ferð. Börnin ykkar eru mjög dugleg að leika, þau eru frjóðleiksfús og skemmtileg.
Vísdómsstundir, hópastarf, útikennsla, leikur í garðinum, íþróttir og hreyfistundir, Lubbastundir, val, stöðvavinna, vísindi, myndlist, söngur, sögustundir, eru hluti af vetrarstarfinu. Börnin fá mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf enda er mikill metnaður í starfsfólkinu. Allir eru að leggja sig fram við að stiðja börnin í að fræðast og þroskast á sínum hraða í skólanum.
Útileikir og útivera er hluti af starfinu og mjög nauðsynleg börnunum. Mikilvægt er að börnin nái góðri færni í grófhreyfingum því það er jú undirstaða lestrar og skriftrarnáms þegar lengra er litið. Nánast öllum börnum finnst gaman að leika úti og hreyfa sig frjálst eftir sinni getu og jafnvel ögra sér svolítið í að klifra, hlaupa og hoppa.
Fimm ára gömlu börnin.
Börnin á elsta ári eru byrjuð að undirbúa sig fyrir grunnskólagönguna, Vísdómsstundarsetningin var 1. september og börnunum og okkur starfsfólki deildarinnar til mikillar gleði fengu foreldrar þessara barna að koma og vera viðstödd setninguna. Eftir það hófst fyrsta Vísdómsstundin.
Á þessu skólaári verða 16 börn í Vísdómsstundum. Fyrir áramót munum við tala um vináttuna, tilfinningar og það sem liggur þeim á hjárta. Eftir áramótin munu þau vinna í leiklist. Reynslan liðinna ára hefur sýnt að leiklist í leikskólastarfinu er mjög áhugaverð og skapandi fyrir börnin. Áhugi þeirra fyrir leiklist er mjög mikil, þau fá tækifæri til að gefa hugmyndaflugi sínu lausann tauminn og láta heimskpekilegar hugsanir sínar í ljós. Þau fá tækifæri til að skapa, túlka og tjá eigin hugmyndir og vinna saman að lausn verkefnisins. Leiklist stuðlar að sjálfstæði barnanna og leiðir til jákvæðrar reynslu. Þau fara inn í ímyndaðan heim og takast á við hlutverk, þau lifa sig inn í aðstæður og verða að taka sjálfstæðar ákvarðanir og bra ábyrgð. Áhugi barnanna og gleði yfir viðfangsefnunum í leiklistarstarfinu er mikill og gaman að sjá það. Það er mikilvægt að elstu nemendurnir í leikskólanum hafi sérstöðu í leikskólastarfinu og finni að þeir geta gert áhugaverða og eftirsóknaverða hluti á sínum forsendum.
Þar til næst
Sólveig Einarsdóttir
leikskólastjóri