Kæru foreldrar.
Það er nú svo að þó að það sér mjög gott og notalegt að fara í sumarfrí þá er jafngott að koma úr fríi og hefja störf.
Hér í Vinaminni er allt starfsfólkið jákvætt og ánægt að vera komið til starfa eftir vel heppnað sumarfrí á landinu okkar góða.
Það er með ólíkindum hvað börnin ykkar eru duglega að koma aftur í leikskólann sinn enda er gaman að hitta vini sína í leik og starfi.
Nýju börnin okkar fara að aðlagast í leikskólann á mánudaginn og þau börn sem færast milli deilda fóru í heimsókn á nýju deildina sína í dag föstudag með starfsmönnum sínum og á mánudaginn fara þau aftur í heimsókn á nýju deildina sína.
Þetta er alltaf skemmtilegur tími en jafnframt krefjandi því hvenær er meiri þörf á umhyggju fyrir hvert og eitt barn en einmitt á svona tímum. Það er samt mjög auðvelt að aðlaga börnin ykkar milli deilda því þau þekkja skólann sinn vel og eru búin að vera að fara í heimsóknir allan veturinn. (nema í Covid ) Ég held að það sé erfiðara fyrir ykkur foreldra að hugsa til þess að barnið ykkar sé að færast á aðra deild heldur en barnið sjálft.
Munið að hringja og fá upplýsingar um gang mála meðan þið fáið ekki að koma inn í leikskólann. Það er óþægilegt að vera foreldri skilja barnið eftir og vita að það er í aðlögun.
Við höldum ótrauð áfram og vonum að Covid 19 komist ekki inn til okkar
þar til næst
Sólveig Einarsdóttir
leikskólastjóri