Kæru foreldrar!
Það er allt að gerast á Töfrasteini. Börnin eru ótrúlega dugleg að leika sér og félagsþroskinn er á fullri ferð. Það er yndislegt að vera lítið barn og geta mætt í leikskólann sinn þar sem góðir vinir bíða eftir manni til að leika allan daginnn. Félagsþroskinn er mikill á þessum árum og dýrmætur öllum. Á Töfrasteini eru börnin farin að ræða málin og finna lausnir saman, að sjálfsögðu þarf stundum að hjálpa þeim en það er mjög gaman að fylgjast með þeim rökræða þegar þau eru ekki sammála með hlutina. Allt þetta er undirbúningur undir lífið því enginn kemst í gegnum það án þess að þurfa að taka á stóra sínum og standa á sínu annað slagið.
Börnin fara í hópastarf og vinna að ákveðnu þema, þar þurfa þau að skiptast á hlutum og hugmyndum, hjálpast að, bíða eftir að röðin komi að þeim og taka tillit til hvers annars. Í Vísdómsstundum eru elstu börn skólans en þar er verið að undirbúa þau undir grunnskólagönguna. Þau þurfa líka að læra að bíða, taka tilllit til hvers annars auk þess sem þau leika sér með orð og texta, unnið er með hljóðkerfisvitund, samstöfur, samsett orð rím og margt fleyra.
Börnin á Töfrasteini fara líka í samval milli Töfra-og Völusteins auk þess sem þau fara líka í flæði milli þessa tveggja deilda og stundum eru allar deildar skólans með í flæði.
Öll börn á Töfrasteini fara líka í útikennslu þá eru þau að kanna umhverfið, skoða trén, fuglana, snjóinn, rigninguna, finna vindinn í andlitinu og s.frv.
Börnin á Töfrasteini eru á fljúgandi siglingu í þroskanum og það eru svo sannarlega forréttindi að fá að fylgja þeim í gegnum fyrsta skólastigið og geta lagt mitt að mörkum til að þau fari með fullt af vísdómi upp í næsta skólastig.
Þar til næst
Sólveig
leikskólastjóri