Föstudagurinn 11. október 2019 er búinn að vera sérstakur dagur.
Bleikur dagur, flest börnin og starfsmenn mættu í einhverju bleiku í skólann í morgun. Útivera var fyrir hádegi hjá flestum börnunum í skólanum meðan starfsfólk á tveimur deildum skiptist á að sitja deildarfundi.
Það var svo mikill og góður leikur innandyra eftir hádegið, en viti menn þegar fór að líða á daginn fóru börnin að týnast út í góða verðrið eitt af öðru og fleiri og fleiri og á endanum borðuðu börnin á Töfrasteini síðdegishressinguna úti. Allir eru frekar léttklæddir miðað við árstíma, sumir á peysunni aðrir í lettri úlpu. Vonandi verður svona notalegt veður um helgina, megið þið njóta helgarinnar vel.
þar til næst
Sólveig
október 11,2019