Kæru foreldrar
Nú er starfið komið á fulla ferð í leikskólanum. Börnin á Álfasteini eru næstum öll komin í aðlögun (aðeins 3 börn eftir að koma í skólann) og hefur aðlögunin gengið mjög vel. Að sjálfsögðu er stundum grátur en hvernig á annað að vera þar sem þessi litlu börn eru að slíta naflastrenginn frá foreldrum sínum í annað sinn á lífsleiðinni.
Á Dvergasteini eru börnin byrjuð í hópavinnu en það er heilmikill lærdómur í því að þurfa að vera á sinni leikstöð í smá stund í einu en geti ekki farið á milli stöðvanna að vild.
Á Völusteini er hópastarf, hópavinna og vísindastarf farið af stað. Vísindastarfið er unnið í flæði með börnunum á Töfrasteini.
Á Töfrasteini eru Vísdómsstundirnar byrjaðar en það eru börnin á elsta ári í leikskólanum sem stunda þar nám. Hópastarf er fyrir önnur börn á Töfrasteini. Val og útivera eru á sínum stað í starfinu. Útiveran er nauðsynleg fyrir öll börn til að fá útrás fyrir hreyfiþörf sinni.
Endilega kíkið á upplýsingar um starfið á viðkomandi deild.
þar til næst
Sólveig
september 25,2019