Kæru foreldrar
Þá er sumarfríið að koma, mikið held ég að allir verði glaðir að komast í frí frá hinu daglega amstri í vinnu og leikskóla og gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni.
Eins verður voða gott að koma aftur í vinnu og leikskóla að fríi loknu, þá erum við fegin að fá regluna aftur og hversdagsleikann.
Ég þakka ykkur öllum fyrir skólaárið sem er senn að ljúka og við tekur nýtt skólaár í ágúst. það eru forréttindi að hafa börnin ykkar í Vinaminni.
Þið sem eruð að fara á aðrar slóðir vil ég þakka fyrir ánægjulegt samstarf í leikskólanum Vinaminni og óska ykkur alls hins besta í framtíðinni.
Nýjir nemendur sem koma í haust eru hjartanlega velkomin í skólann og við hlökkum til að taka á móti þeim og hjálpa þeim að aðlagast í leikskólanum.
Með ósk um frábært sumarfrí 🙂
þar til næst
Sólveig Einarsdóttir