Kæru foreldrar

Það er mikið um að vera í leikskólanum þessa dagana. Börnin eru að fara í ferðir hingað og þangað. Börnin sem eru að ljúka leikskólagöngunni og eru á leið á næsta skólastig, þ.e. grunnskólann fara í ferðir á hverjum degi. Stundum borða þau nesti í hádeginu úti í náttúrunni en stundum koma þau heim í hádegisverðinn. Aðrir aldurshópar fara líka í ferðir en ekki eins oft og ekki kannski alltaf mjög langar ferðir. Lengsta ferðin sem þau fara er í Húsdýragarðinn, en þau hafa með sér hádegisverð þangað og leggja sig í grasinu eftir matinn.. Börnin eru öll orðin vel útitekin enda verður til að taka lit á hörnund.

Það styttist óðum í sumarfrí sem allir verða glaðir að fá, en áður en það kemur höldum við sumarhátíð sem leikskólinn og foreldrafélagið standa fyrir. Sumarhátíðin verðu 28. júní. (auglýst nánar) Njótið sumarsins loksins þegar það lætur sjá sig á höfuðborgarsvæðinu. 🙂

þar til næst, leikskólastjóri