Ekki þarf að orðlengja það hvað okkur öllum, börnum og fullorðnum finnst gaman að hafa sólina og gott veður. Við fáum stemningu fyrir útiveru og hreyfingu sem er öllum nauðsynleg. Vettvangsferðir verða í hávegum hafðar sem börnunum finnst mjög gaman. Við ætlum að fylgjast með þegar gróðurinn vaknar og trén fara að breiða úr laufum sínum. Skordýrin verða skoðuð með stækkunargleri og vísindin höfð að leiðarljósi þetta vorið. Eins og alltaf í Vinaminni verður gleðin við völd á degi hverjum.
Þar til næst
Sólveig leikskólastjóri