Kæru foreldrar.
Skipulagsdagurinn síðastliðinn föstudag var mjög fræðandi og skemmtilegarur fyrir okkur starfsfólkið. Við byrjuðum daginn á því að Kristín Hildur Ólafsdóttir frá skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar kom til okkar og hélt námskeið um „Innra mat“ í leikskólum. Síðan kom Anna Lísa Benediktsdóttir talmeinafræðingur frá Þjónustumiðstöð Breiðholts með fyrirlestur um „Tákn með tali“. Að lokum var María Ösp Karlsdóttir leikskólakennari með fyrirlestur um „leikinn og hlutverk hins fullorðna.
Dagurinn var í alla staði fróðlegur og skemmtilegur. Við eigum svo sannarlega eftir að efla starfið með börnunum ykkar. Nú förum við örugg inn í vorið og metum starfið af kostgæfni. Við munum fljótlega taka inn „Tákn með tali“ það er gott fyrir öll börn og þá sérstaklega börn sem eiga við heyrnarskerðingu að etja eða annað sem veldur seinkun á máltöku barna. Þá er leikurinn aðal kennslutæki leikskólakennarans og námsleið barnanna. Það er alltaf gott að rifja upp mikilvægi leiksins og hvernig, hvenæar og hvers vegna hinir fullorðnu taka þátt í leik barna.