Kæru foreldrar
Föstudaginn 22. mars verður skipulagsdagur í leikskólanum. Þann dag verður leikskólinn lokaður.
Á Skipulagsdeginum 22. mars ætlum við að fá til okkar Kristínu Hildi Ólafsdóttur frá skóla-og frístundasviði, hún ætlar að vera með námskeið fyrir okkur um „innra mat“ á leikskólastarfinu. Síðan kemur Anna Lísa Benediktsdóttir talmeinafræðingur en hún ætlar að vera með fyrirlestur um „Tákn með tali“. Að því búnu kemur María Ösp Karlsdóttir leikskólakennari og verður með fyrirlestur um „leikinn“ , hvernig hinur fullorðnu taka þátt í leik barna og geta þannið auðgað leikinn. Mikilvægi þess að hinir fullorðnu séu til staðar fyrir börnin í leiknum, hvernig við grípum inní leik þegar þarf án þess að bönin finni að verið sé að leiðrétta þau.