Kæru foreldrar

Loksins er veikindahrinan sem gengið hefur yfir í rénun. Börnin eru að koma aftur í skólann sinn hress og kát.

Tvær ferðir sem elstu börnin ætluðu að fara í frestuðust vegna hálku og manneklu í skólanum. Það var ferð í Landnámssetrið en sú ferð verður farin á morgun þriðjudaginn 19. febrúar.
það er gaman fyrir börnin að skoða setrið, þau fá fræðslu og sjá margt frá „Gömlu dögunum“ sem er mjög fróðlegt fyrir þau.
Hin ferðin sem frestaðist er ferð að skoða varðskipið Þór. Sú ferð verður síðar.

Nú er starfsfólkið og þá sérstaklega fagfólk skólans í óða önn að gera umbótaáætlun í starfinu en áætlunin er gerð í framhaldi af „YTRA MATI“ sem gert var í skólanum í lok nóvember 2018

Það er líka gaman að segja ykkur frá því að við komum vel út úr matinu þó svo að nokkrir þættir starfsins þarfnist umbóta.
Við tökum því fagnandi og erum spennt að takast á við það verkefni og þróa okkur og þroska áfram í starfinu okkar.

þar til næst
Leikskólastjóri