Kæru foreldrar.
Nú er skemmtilegt að leika sér úti í snjónum. Í morgun voru hressir krakkar úr Vísdómsstundum úti að búa til snjókall og fékk hann nafnið Snæfinnur.
Börnin á Álfasteini voru inni í dag því veðrið var frekar óhentugt til útiveru. Börnin voru því í dúkkuleik, kubbaleik, boltaleik, og í könnunarleik.
Á Dvergasteini voru eldri börnin í flæði með yngri börnunum á Völusteini og eldri börnin á Völusteini fóru í val með yngri börnunum á Töfrasteini. Krummahópur var í hópastarfi að vinna með „Krumma“.
Börnin hafa mjög gaman og gott af því að starfa með börnunum á öðrum deildum, þetta eflir sjálfstæði þeirra auk þess sem þau verða tilbúin þegar þau fara að færast milli deilda næsta haust.
Samverustundir og lestur góðra bóka er haft að leiðarljósi hér í Vinaminni eins og þið vitið. Gaman er að segja ykkur frá því að öll börnin sem stunda nám í Vísdómsstundum þetta skólaár komu vel út úr HLJ’OM2 skimuninni, sem segir okkkur að við erum að gera vel í málörvun í Vinaminni og þið foreldrar eruð að leggja ykkar að mörkum við að efla læsi barnanna ykkar.
Þegar skóli og heimili vinnur saman verður góður árangur.
Leikskólastjóri.