Kæru foreldrar
Í morgun föstudaginn 30. nóvember var flæði milli Álfasteins og Dvergasteins og svo aftur á milli Völusteins og Töfrasteins.
Börnin á Álfasteini og Dvergasteini skottast á milli þessara tveggja deilda og eru orðin nokkuð örugg með sig að fara á milli. Þetta er góð byrjun á að læra hvað er bakvið næstu dyr og þau verða mun öruggari þegar þau færast yfir á næsta þrep í skólanum, en það er nú ekki strax.
Börnin á Völusteini og Töfrasteini fóru í flæði í morgun, en þá gátu þau farið á milli svæða á þessum tveimur deildum. Það sem var í boði fyrir þau að gera var: í Borðstofunni að baka piparkökur og svo var hægt að pússla jólapússl þar. Í Búinu voru jólasveinabúningar í boði ásamt dúkkum og matarílátum margskonar. Í Smiðjunni gátu börnin málað litla pakka sem þau ætla að skreyta jólatréð okkar með fyrir jólin. Í Skólastofunni var boðið upp á að gera jólamynd en börnin fengu til þess litaðan pappír, skæri, lím og hvítan pappír til að líma á, síðan sköpuðu þau sína eigin jólamynd. Á Völusteini var í boði að leira og fara í einingarkubba. Það var því mikið um að vera í morgun í skólanum en jólakoman setti strik sitt í reikninginn miðað við aðra daga.
þar til næst
Sólveig Einarsdóttir