Kæru foreldra
Nú erum við byrjuð að syngja jólalögin því það er svo gott að kunna lögin þegar jólin loksins koma.
Eins og alltaf er mikið lesið fyrir börnin en jólasögurnar bíða til mánaðarmóta nóvember, desember. Börnin ykkar eru dugleg að hlusta á sögur og mörg hver eru ansi góð að svara spurningum úr sögunum en það eflir málþroskann og víkkar hugmyndaflugið.
Snjórinn er ekki kominn til okkar ennþá svo snjóþoturnar eru í skúrnum og bíða notkunar. Börnin eru samt dugleg að fara út og hreyfa sig sem er hverju barni nauðsynlegt.
Þórdís Arnljótsdóttir kemur með leikhús í tösku í næstu viku eða nánar tiltekið miðvikudaginn 28. nóbrmber. Hún fer í gervi allra jólasveinanna og skemmtir börnum og fullorðnum.
leilksýningin er í boði foreldrafélagsins.
Kíkið endilega á viðburðardagatalið hér á síðunni og sjáið þar dagsetningar í desember.
þar til næst
bestu kveðjur
Sólveig