Kæru foreldrar

Í bréfi frá Skóla-og frístundasviði sem ég sendi til ykkar í tölvupósti fyrir nokkrum dögum síðan komu upplýsingar til ykkar um ytra mat leikskólans Vinaminnis.

Nú í vikunni 22. til 26. október fer ytra matið fram.

Fagaðilar frá Skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar verða í skólanum þessa viku og fylgjast með starfinu með börunum.
Þeir taka viðtöl við starfsfólk, foreldra og börn og kanna allar hliðar og aðstæður starfs og skóla.
Þið eigið eflaust eftir að hitta þessar mætu konur og sum ykkar munu vera boðuð í viðtal til þeirra.

Með slíku eftirliti munum við í leikskólanum gera umbótaáætlun og gera gott starf ennþá betra þegar við höfum fengið niðurstöður matsins.
Við bjóðum sérfræðingana velkomna til okkar og hlökkum til að hafa þá með okkur í starfinu næstkomandi viku.

þar til næst,

Sólveig
leikskólastjóri