Kæru foreldrar

Endilega fylgist með viðburðardagatalinu hér á síðunni.
Elstu börnin í Vinaminni þ.e. börn sem stunda nám í Vísdómsstundum eru að fara í Borgarleikhúsið 15. maí kl: 10:00
Sveitaferðin okkar verður 18. maí
Opið hús í Vinaminni 26. maí kl: 11:00-13:00 Gefið ykkur endilega tíma til að koma við í leikskólanum þenna ágæta laugardag og sjá verkefni barnanna ykkar.
Vísdómsstundarbörnin gista í leikskólanum föstudaginn 1. júní og útskrifast með pompi og prakt laugardaginn 2. júní kl: 10:00

Við bíðum óþreyjufull eftir sumrinu eins og allir á suðvesturhorni landsins og hlökkum til að geta sagt við börnin þegar þau eru að fara út að leika. Jæja það eru bara skór sem þarf að fara í.
Við ætlum að nota útiveruna óspart í sumar og eins og undanfarin ár fer Vísdómsstundarhópurinn í ferðir daglega í júní, hefur með sér nesti og nýtur þess sem fyrir augu og eyru ber.. Einnig verður mikið um vettvangsferðir um nánasta umhverfi skólans  fyrir yngri börn og fer lengd ferðanna eftir aldri og getu barnanna.

Það verður því mikið um að vera hjá okkur í Vinaminni á þessu vori eins og önnur vor og hlökkum við til að komast út úr húsi og njóta sólarinnar þið vitið þetta gula sem kemur stundum upp á himininn, víkka sjóndeildarhringinn með börnunum og hafa gaman.