Kæru foreldrar!
Öskudagshátíð
Miðvikudaginn 14. febrúar höldum við Öskudagshátíð í Vinaminni.
Börnin geta komið í furðufötum í skólann ef þau vilja.
Kötturinn verður sleginn úr tunnunni og svo verður stiginn villtur trilltur öskudagsdans.
Það ríkir alltaf mikil tilhlökkun í barnahópnum fyrir þennan dag og oft eru börnin búin að ákveða
löngu fyrir Öskudaginn í hvaða búning þau ætla að vera í.
Að sjálfsögðu taka starfsmenn þátt í fjörinu með börnunum og koma í búningum í skólann.