Í dag var haldið þorrablót í leikskólanum. Á borð var borinn íslenskur þorramatur sem fór að sjálfsögðu misjafnlega vel í börnin.
sumum fannst aðeins harðfiskurinn og hangikjötið gott en aðrir áræddu að smakka hákarlinn.
Í sögur daganna segir: Bændur fagna þorra eða „bjóða honum í garð“ með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð.
Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vara bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bærinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í grað eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag: Þetta hét „að fagna þorra“.
Sumstaðar á Norðurlandi er fyrsti þorradagur enn í dag kallaður „bóndadagur“, á þá húsfreyjan að halda vel til bónda síns og heita þau hátíðarbrigði enn „þorrablót“
Þessa sögu sagði ég elstu börnunum í leikskólanum þeim fannst hún heldur ótrúverðug en ansi hlæileg samt.
kveðja
Sólveig