Jæja kæru foreldra
Gleðilegt nýtt ár.
þá er vorönnin að sigla af stað með tilheyrandi roki, rigningu og hálku eins og eflaust hefur ekki farið framhjá neinum.
Þrátt fyrir það heldur lífið áfram í Vinaminni og börnin skemmta sér í náminu eins og enginn væri morgundagurinn.
Við æltum að blóta þorra á Bóndadaginn og halda hér veglegt þorrablót með tilheyrandi kræsingum.
Börnin gera sér hatta, eða eitthvað þjóðlegt til að skarpa á blótinu.
Það ríkir alltaf mikil tilhlökkun fyrir þorrablótinu þó svo að matvælin fari misjafnlega vel í munna, ótrúlegt en satt börnin eru þvílíkt dugleg að smakka þorramatinn.
Það verður því mikið um dýrðir hjá okkur framundan því svo í febrúar koma þeir bræður Bollu-Sprengi-og Öskudagur.
kveðja Sólveig