Kæru foreldrar
Ég held það fari ekki framhjá neinum að nú er vetur konungur genginn í garð, þó svo snjórinn sé ekki koninn.
Kuldinn er orðinn ansi mikill og vil ég hvetja ykkur til að koma með hlý föt fyrir börnin svo þau geti notið útiverunnar.
Flísföt eða ullarföt innanundir pollagallann, ullarsokkar í gúmístigvélin og hlýir góðir vettlingar. Pollavettlingar eru góðir yfir prjónavettlingana en því miður eru þykku lúffurnar stundum stífar og ótrúlega erfitt að koma þumalfingrunum á sinn stað og þá er erfitt fyrir barnið að athafna sig útivið, halda á skóflu eða fötu og einnig að ná taki til að halda sér í rólunni. Þessir smáhlutir skipta ótrúlega miklu máli fyrir börnin svo þau geti leikið frjálst. Þegar þurrt er og kalt þurfa kuldagallarnir að vera til taks. Ég vil líka minnast aðeins á fingravettlinga en þeir eru bara sumarvettlingar, þeir gera ekki neitt gagn fyrir litla fingur í kulda.
Það er alltaf gott að fá ábendingar því þeir sem eru ekki í eldlínunni í leikskólanum átta sig kannnski ekki á því hvað er best í þessum efnum.
Bestu kveðjur
Sólveig
leikskólastjóri