Heil og sæl

Á mánudögum er Kisuhópur í hópastarfi (börn fædd 2013).  Við lærðum nýtt lag um kisur (erum að læra það) og teiknuðum myndir úr laginu. Við vorum með stöðvavinnu þar sem unnið var með margvísleg verkefni svosem segulkubba (form og litir) og fínhreyfiverkefni.

Þriðjudagar og fimmtudagar eru Vísdómsdagar. Í vikunni höfum við spilað mikið en einnig var umræðuefnið stríðni. Hvað það er mikilvægt að sá sem er að stríða hætti þegar hann er beðinn um það og hvernig þeim sem strítt er bregðast við. Áhersla var lögð á að börn myndu láta vita, sé verið að stríða þeim, eða labba í burtu/láta sem ekkert sé frekar en að taka málin í eigin hendur og notast við ofbeldi.

Á miðvikudögum er hópastarf hjá Bangsahóp (börn fædd 2014). Við lærum um líkamann og í þessari viku voru hendurnar aðalumræðuefnið og hvað við gerum við þær. Sungum vísuna um fingurna og máluðum með fingramálningu. Það var gaman. Einnig voru nokkrar stöðvar með segulkubbum og hreyfidóti.

Við prófum okkur áfram líka með hringekjuna okkar fyrir Kisuhóp og Vísdóms og þessir hópar eru einnig saman í vali á morgnanna. Bangsahópur er úti alla morgna nema á miðvikudögum.

Hljóm2 skimanir eru byrjaðar og verða foreldrar vísdómsbarna fljótlega boðaðir í viðtal og upplýst um niðurstöður skimunar.

Góða helgi

Ingibjörg