Kæru foreldrar.
Eins og ykkur er eflaust þegar ljóst, allavega þið foreldrar sem eruð búin að vera lengi með börnin ykkar í Vinaminni, að miklar framkvæmdir stóðu yfir í leikskólanum í sumarfríinu. Leikskólastjórinn tók sig til og málaði innandyra ganga og stofur. Að vísu var áætlunin sú að mála einn vegg í einni stofunni en þegar farið er af stað þá er erfitt að stoppa svo úr varð mikil málningarvinna innandyra. Ráðinn var starfsmaður í fullt starf í sumarfíinu til að þrífa borð, stóla, glugga, hurðar og reyndar allt það sem ekki var málað. Garðurinn var tekinn fyrir, grasmottan sem reyndar var oftar moldarsvað en grænt gras var fjarlægt og í staðinn voru settar hellur. Girðingin um garðinn okkar var endurnýjuð en sú vinna er ekki búin ennþá. Vonandi klárast hún á haustdögum áður en vetrarhörkurnar byrja.
Þessar endurbætur eiga örugglega eftir að skila sér til barna og starfsmanna í vellíðan og gleði.