Kæru foreldrar

Þá er eitt sumarfríið enn flogið á braut í aldanna rás eins og sagt er og við í leikskólanum Vinaminni byrjuð hauststörfin okkar.
Fyrst má telja aðlögunina sem er óvenju mikil þetta haustið því það voru hvorki meira né minna en 18 flottir nemendur sem yfirgáfu fyrsta skólastigið, en þau fóru með  mikinn vísdóm héðan í farteskinu til að takast á við nýtt skólastig og nýjan fróðleik.

Við óskum þessum flottu nemendum alls hins besta á komandi árum, megi þeim farnast vel á áframhaldandi menntabraut.

Í leikskólann koma nýir og flottir nemendur sem hefja leikskólagöngu sína hér. Þegar aðlöguninni lýkur og þau eru orðin örugg og bera fullt traust til starfsmannanna fara þau að sýna áhuga á leik og starfi skólans, þau koma til með að þroskast hratt því fróðleiksfýsn þeirra og nám eflist í gegnum leikinn, í samskiptum við hin börnin og í samskiptum við hina fullorðnu í leikskólanum.
Það verður ánægjulegt að fylgja þessum ungu nemendum í gegnum fyrsta skólastigið, leikskólann og við munum leggja okkar að mörkum til að þessir nemendur fái sem mest og best starf, þroska og ánægju út úr leikskólagöngunni.

Hlakka til að vinna með ykkur á næstu árum kæru foreldra.
kær kveðja
Sólveig Einarsdóttir
leikskólastjóri