Nú fer senn að líða að sumarfríi og reynum við að nýta síðustu dagana vel. Á fimmtudaginn síðasta var íþróttadagur hjá Dvergasteini og Völusteini. Við settum upp stórskemmtilega þrautabraut fyrir utan garðinn. Brautin byrjaði við annað hlið garðsins og þurftu börnin að skríða í gegnum göng, hoppa af tröppu niður á dýnu, fara yfir og undir bönd, labba innan húllahringja, hlaupa upp brekku og fleira og fleira. Brautin endaði svo við hitt hliðið inn í garðinn og gekk svona líka frábærlega vel. Börnin voru dugleg að fara aftur og aftur. Þau voru líka tillitsöm og kurteis ef einhver börnin fóru hægar yfir en önnur.
Hérna eru nokkrar myndir af börnunum á Íþróttadeginum:
Á föstudaginn var síðan Gullleitardagur. Starfsfólk hafði þá spreyjað fjöldan allan af steinum, misstórum, gullitaða og dreift um allt (innan ákveðis svæðis) og börnin fengu svo að hlaupa um allt og leita að gulli. Allir fundu eitthvað gull sem þeir gátu sett í pokann sinn. Börnunum fannst mjög gaman og voru einstaklega dugleg að fara eftir fyrirmælum og gekk vel að fara með börnin út og inn úr garðinum.
Nokkrar myndir af gullleitinni:
Aðrar sætar myndir úr starfinu:
Sumarhátíð leikskólans verður núna 28 júní á vegum foreldrafélagsins þar sem verður brallað ýmislegt skemmtilegt. Nú eru aðeins 5 dagar fram að sumarfríi. Blendnar tilfinningar í gangi. Alltaf gott að komast í smá frí en maður á eftir að sakna þess að hitta þessi krútt ekki á hverjum degi. Þetta er alveg ótrúlega gefandi og skemmtilegt starf þó það geti vissulega verið krefjandi. Við vonum að börnin og starfsfólk eigi eftir að njóta sumarfrísins! Gleðilegt sumar!:D