Jæja þá er komið að gistingu og vísdómsslitum
Eftir sveitaferðina á morgun fylgja foreldrar börnum sínum aftur í Vinaminni. Þar tökum við á móti þeim, græjum svefnaðstöðu og fleira. Þau eiga síðan leikskólann og leika sér á öllum deildum. Við undirbúum leiksýninguna og æfum í síðasta skipti. Við ætlum svo borða kjötbollur (börnin kusu) og reynum svo að fara á sómasamlegum tíma í rúmið.
Það sem þarf að taka með er:
- náttföt
- sæng og kodda (gott að koma með í fyrramálið)
- bangsa
- fínni föt (sem börnin fara í eftir leiksýninguna)
- góða skapið
Hér eru til dýnur og börnin eiga tannbursta hér.
Leiksýningin hefst kl 10 í Danshöllinni og svo töltum við yfir í leikskóla og fáum okkur léttar veitingar.
Ingibjörg