Nú er framundan mikil vinna við leikmunagerð í vísdómsstundum. Það krefst mikillar málningavinnu og má gera ráð fyrir að málning fari í föt barnanna við þessa vinnu. Því er gott að hafa í huga að börnin séu í þægilegum klæðnaði sem málning má fara í.
Útskrift vísdómsbarnanna verður laugardaginn 20. maí sem þýðir að föstudagnn 19. maí mega börnin koma með sængina sína og koddann í skólann og gista. Gott er að hafa bangsa til að kúra með og auðvitað náttföt. Þau ættu einnig að hafa betriföt til skiptanna til að fara í að sýningu lokinni, fyrir útskriftarathöfnina sjálfa. Þau eiga tannbursta hér og við eigum dýnur til að sofa á.
Hugsanlega er ágætt að fara að undirbúa börnin örlítið fyrir gistinguna. Þau vita af henni, því þau vita að vísdómstundirnar enda svona, en við höfum samt ekkert rætt það mikið hér. Þið þekkið ykkar börn best og vitið hversu mikinn undirbúning þau þurfa. Ef einhver börn treysta sér ekki til að gista eru þau með okkur hér frameftir kvöldi. Við æfum og klárum að undirbúa allt fyrir sýninguna. Þau koma svo aftur kl 8 morguninn eftir.
Sýnigin verður í Danshöllinni og hefst kl. 10:00 Það sem það er nóg pláss þar geta börnin boðið foreldrum, ömmum, öfum og systkinum ef þau vilja. Eftir útskrift verður boðið upp á léttar veitingar í Vinaminni.
Endilega setjið ykkur í samband við mig ef þið hafið einhverjar frekari spurningar um gistinguna eða útskriftina.
Ég hlakka mjög mikið til þessarar stundar
Ingibjörg