Það hefur verið í nógu að snúast hjá okkur í vikunni að undirbúa páskana.
Börnin hafa föndrað og skreytt skólann með fallegu páskaskrauti og okkur finnst voða gaman að prenta út sætar páskaeggjamyndir og lita.
Við höfum mest verið í vali og útiveru þessa viku. Höfum verið mikið í hringekju síðustu vikur og börnin vilja aðeins frí frá því.
Í dag var svo aðaldagurinn fyrir páskana, páskaeggjaleitin. Elstu börnin fóru og hjálpuðu börnunum á Álftasteini að leita að sínum eggjum og leituðu svo sjálf að eggjunum á Töfrasteini. Þetta var gaman, eins og alltaf, og auðvitað skítlétt eins og eitt barnið orðaði það svo skemmtilega. Þau fara svo heim með skrautið sitt og greinina í dag. Í öllum hamaganginum og fjörinu í morgun steingleymdist myndavélin, það var svo gaman.
Bókaormurinn telur nú 33 bækur svo það styttist í pítsuveislu hjá okkur 🙂
Góða helgi