Kæru foreldrar
Börnin á Völusteini eru svo dugleg. Þau þroskast og dafna í hverri viku eins og lög gera ráð fyrir.
Þau eru svo dugleg að sitja við borð og vinna í borðvinnu eins og til dæmis að pússla, kubba úr litlu legokubbunum, leira, teikna, perla o.s.frv.
Svo eru þau líka mjög dugleg að vera úti að leika, þau hafa mjög gaman af að sulla í pollunum, baka kökur úr vatni og sandi, það er gaman að fá þau inn eftir góða drullumalls útiveru þá eru andlitin verulega óhrein. Þá vitum við að þau hafa haft mikið að gera í útiverunni og notið þess enda eru kinnarnar orðnar rjóðar og hraustlegar, hendurnar svolítið þrútnar og glampi í augunum sem segir okkur að það hafi verið gaman. Svona á ekta leikskóladagur að vera, skemmtilegur, þroskandi og leikur í góðra vina hópi.