Kæru foreldrar.
LÆM verkefnið er  í fullum gangi í grunn-og leikskólunum í Breiðholti. Í grunnskólunum er lögð skimun að hausti  fyrir börnin sem eru að koma í fyrsta bekk grunnskólans. Með þessari skimun getum við starfsfólk leikskólanna séð hvernig börnin koma út úr skimuninni í hverjum leikskóla fyrir sig. Við fáum upplýsingar um það hvernig þau standa í máli, málskilningi, hljóðkerfisvitund og lestri sem er undirstaða námsins.

Ef við setjum útkomu skimunarinnar í súlurit skiptist hún í þrjú stig, grænt, gult og rautt. Þau börn sem ekki þarf að hafa neinar áhuggjur af námslega koma út í græna hluta súlunnar. Þau börn sem koma út í gula hluta súlunnar eru nokkuð góð en þurfa hvatningu kennara og foreldra í námi. Börn sem koma út í rauða hluta súlunnar þurfa mjög mikla kennslu og hvatningu kennara og foreldra í námi.

Það er gaman að segja ykkur frá því að Vinaminni kom best út af leikskólunum í Breiðholti úr niðurstöðum skimunar í grunnskólunum síðastliðið haust. Vinaminni var eini leikskólinn sem að ekkert barnanna var í rauða hluta súlunnar. Börnin voru flest í græna hlutanum og örfá í þeim gula. Við erum að sjálfsögðu mjög ánægð með þetta í Vinaminni og jafnframt sammála um það að sú mikla vinna og þjálfun sem við leggjum börnunum til handa á leikskólastiginu er svo sannarlega að skila sér.

Þessar niðurstöður eru mjög hvetjandi fyrir okkur sem störfum með börnunum ykkar í leikskólanum Vinaminni og við munum leggja okkur ennþá betur fram við að gera betur en við höfum þegar gert.

Eins og börnin segja sjálf við erum í besta leikskólanum  þegar börnin tala svona þarf ekki neinum bókum um það að fletta, þeim líður  mjög vel í leikskólanum sínum. Börnin eru alltaf glöð og kát miklir vinir algerir fróðleikssvampar og frábær.

Bestu kveðjur
Sólveig
leikskólastjóri.