Heil og sæl

Hjá okkur er alltaf jafn gaman og börnin glöð.

Í síðustu viku stendur öskudagurinn að sjálfsögðu uppúr þar sem gleðin ríkir allan daginn. Við byrjuðum daginn á að slá köttinn úr tunnunni. Það var reyndar enginn köttur í henni, bara snakk. Við hvetjum hvort annað að slá köttinn úr með öskrum og látum og ég held þetta sé í eina skiptið á árinu sem við hvetjum börnin til að hafa hátt. Ægilega skemmtilegt

.

Snjórinn var líka yndislegur í síðustu viku og veðrið dásamlegt. Læt fylgja mynd þar sem við grófum göng í skafl og börnin bíða í röð eftir að fá að skríða í gegn.

Í orðahafið okkar hafa bæst nokkur ný orð. Þau nýjustu eru bræði og í sínu fínasta pússi. Börnin eru mjög áhugasöm og koma jafnvel með hugmyndir að orðum til að bæta í orðahafið. Það er líka mjög spennandi að vera bókaorum og fá að koma með bók að heiman. Okkur finnst þetta líka mjög skemmtilegt því þetta eru oftar en ekki bækur sem við höfum aldrei séð áður.

Við erum dugleg í hringekju, lesum sögur, æfum ríma og samsett orð og margt fleira. Við erum enn að útfæra hringekjuna og hvernig okkur þykir best að vinna hana.

Eigið góða helgi