Þónokkrar breytingar hafa verið á Dvergasteini núna nýverið en áður fyrr var Völusteinn og Dvergasteinn með einn deildastjóra og deildirnar því blandaðar saman. Núna er búið að skipta þessu í tvær deildir og nýr deildastjóri tekinn við Dvergasteini. Við á Dvergasteini reynum að fara í útiveru minnst einu sinni á dag, börnunum til mikillar skemmtunar en þeim finnst öllum mjög gaman að leika úti. Janúar og Febrúarmánuður hafa verið einstaklega hlýjir en líka oft verið blautir svo að pollafötin hafa heilt yfir verið meira notuð en kuldagallinn. Það bætti þó heldur betur í snjóinn núna í lok mánaðar og garðurinn fullur af snjó. Veðrið hefur leikið við okkur þessa vikuna og hafa börnin leikið í snjónum á meðan sólin skín eftir hádegi. Starfsfólkið reynir að nýta öll tækifæri til málörvunar og eru flest börnin til dæmis búin að vera að læra heiti þeirra flíka sem þau nota. Þessa dagana eru orðin bíta og ýta ansi vinsæl en mikið er hamrað á því að ekki megi bíta og ýta en börnin eru einmitt á þeim aldri sem oft koma upp bitvandamál og er unnið hörðum höndum að því að vinna bug á því vandamáli. Börnin á Dvergasteini eru líka ansi dugleg að þekkja og nefna heiti dýra og ávaxta. Orðaforðinn stækkar ansi hratt á þessum aldri og er yndislegt að fá að fylgjast með þessum miklu framförum barnanna.
Við á Dvergasteini erum að æfa okkur í allskonar hlutum. Sem dæmi erum við að æfa okkur í …
.. að þekkja heiti dýra, flíka, líkamsparta, leikfanga og fleira í okkar umhverfi.
.. að fara eftir fyrirmælum (T.d. [Nafn] getur þú rétt mér bláa kubbinn?, [Nafn] getur þú rétt mér gula hringinn? O.s.frv.).
.. að vinna saman og bíða.
.. að sitja við verkefni í 10 mín.
.. að passa hendurnar og vera góð við vini.
.. að sitja kyrr og hlusta.
.. að ganga frá eftir okkur.
.. að þekkja grunnlitina.
.. að telja upp í 5.
.. að þekkja munin á litli og stóri, mikið og lítið, yfir og undir.
.. fínhreyfingum og grófhreyfingum.
Þessi vika hefur verið ansi viðburðarík en hún byrjaði með bolludegi með tilheyrandi bolluáti, síðan var sprengjudagur þar sem börnin gæddu sér á saltkjöti og baunum í hádeginu og á miðvikudaginn var öskudagsskemmtun þar sem börnin mættu í búningum og slógu köttinn úr tunnunni. Tunnan innihélt svo poka fulla af cheeriosi og rúsínum. Börnin hafa líka verið ansi orkumikil núna í lok vikunnar!:) Þetta er frábær hópur sem samanstendur af fyndnum, skemmtilegum og sjálfstæðum karakterum og okkur hlakkar til að vinna meira saman!:)
-Sandra Sif, nýr deildastjóri Dvergasteins