Kæru foreldrar
Við á Álfasteini höfum haldið okkur innivið þessa vikuna því snjórinn er svo mikill að litlir færur eiga erfitt með að ná fótfestu úti. Við höfum haft gaman inni, leikið, sungið og lesið. Nú svo auðvitað hafa litlu krílin borðað heldur framandi mat þessa dagana. Að vísu runnu rjómabollurnar nokkuð vel niður þó sumum finndust þær bara ekki góðar gæddu önnur sér á þeim með bros á vör. Saltkjötið var mjög barnvænt því það var sáralítið saltað, það var eins með það og bollurnar mismunandi smekkur barnanna.
Á morgun miðvikudaginn 1. mars rennur upp ÖSKUDAGUR skýr og fagur, þá ætla börnin að slá köttinn úr tunnunni. Í tunnunni verður að vísu enginn köttur heldur verða litlir pokar með rúsínum og cheeriosi í. Það þarf að stilla látunum í hóf á Álfasteini svo litlu krílin verði ekki hrædd, heldur að hafa gaman og njóta.