Kæru foreldra
Bræðurnir þrír bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru alltaf jafn skemmtilegir hjá börnunum.
Á mánudaginn voru borðaðar bollur í öll mál en rjómabollurnar í síðdegishressingunni slógu í gegn.
Saltkjötið og baunasúpan var misjöfn að gæðum sögðu börnin en allir smökkuðu aðeins og mörgum fannst súpan mjög góð.
Á morgun miðvikudaginn 1. mars verður heldur betur fjör á bæ. Þá ætla börnin að slá köttinn úr tunninni. Það eru ekki allir sammála hvort það verði köttur eða eitthvað annað í blessaðri tunnunni en eitt er víst að það verður eitthvað í henni. Öskudagurinn er þeirra bræðra skemmtilegastur að sögn barnanna svo það er best að klæðast furðufötum eða því sem hendinni er næst og mæta kát og glöð í leikskólann tilbúin í slaginn.