Heil og sæl
Nokkur ný hlutverk urðu til fyrir stuttu sem börnin sinna daglega.
Tvö börn eru snyrtipinnar daglega. Þeirra hlutverk er að losa stígvél úr pollagöllum þar sem þarf, raða skóm og stígvélum, sópa fataklefann og jafnvel skúra. Það sem er mest spennandi við þetta hlutverk er að fá að nota gúmmíhanska.
Tveir veðurfræðingar gera veðurathugun á hverjum morgni og segja hinum frá hvernig veðrið er. Þarna læra þau ýmis hugtök svo sem heiðskýrt, alskýjað, rigning, súld og mörg fleiri. Einnig finna þau út í sameiningu hver viðeigandi klæðnaður er með tilliti til veðurs.
Bókaormar fá með bók að heiman sem lesin er fyrir hin börnin. Þau segja frá bókinni sinni áður en lestur hefst og fá að sitja á stól fyrir framan hina á meðan á lestrinum stendur. Þau taka þetta hlutverk mjög alvarlega og bíða spennt eftir að röðin komi að þeim. Þegar við höfum lesið 50 bækur ætlum við að halda upp á það.
Við förum oft í hringekju (stöðvavinna). Þá er börnunum skipt upp í eins marga litla hópa og hægt er og unnið stutt og hnitmiðað í hverjum hóp. Hringekjan er skipulögð út frá málörvunarsjónarmiði og við lærum þulur og ljóð, rímum, setjum saman orð, finnum hljóð í orði, lestur, lesskilningur og margt fleira.
Veturinn hefur verið óvenjulegur þetta árið sem við höfum nýtt mjög vel. Pollagallinn hefur verið meira notaður en kuldagallinn þennan veturinn.
Kóngulóahópur hefur lært ýmislegt um kóngulær t.d. að þær eru með 8 augu. Risaeðluhópur hefur meira nýtt sér tölvutækni til að fræðast um risaeðlur og erum að skoða fræðibækur um risaeðlur.
Vísdóms fengu boð með litlum fyrirvara á tónleika sinfoníuhljómsveitarinnar 16. febrúar sem við að sjálfsögðu þáðum og við skemmtum okkur konunglega þó nokkrir hafi orðið örlítið smeykir. Flutt var sagan Skrímslið litla systir mín og Eivör Pálsdóttir söng ásamt stúlknakór. Virkilega skemmtilegt.
Á föstudag var samsöngur eins og hefð er fyrir og þema dagsins var skuggar, ljós og litir.