Kæru foreldrar
Verkefnið LÆSI ALLRA MÁL er í fullum gangi hér í Vinaminni. Á Álfasteini syngur starfsfólkið mikið með börnunum les, spjallar. og hefur orð á hlutum og athöfnum.
Á Dvergasteini og Völusteini er mikið unnið með hugtök eins og fyrir ofan, undir, við hliðina o.s.frv. Þar er líka lesið mikið, sungið og talað við börnin það eru útskýrð orð og orðasambönd þegar sungið er og lesið, börnin eru spurð út úr sögunum hvort þau viti hvað ýmis orð þýðir og fá útskýringar þar um lútandi. Stöðvavinnan er mjög skemmtileg á Dvergasteini og Völusteini þá eru útbúnar fjórar stöðvar á hvorri deild og ákveðin viðtangsefni eru á hverri stöð fyrir sig, t.d. er spil á einum stað, kubbar á öðrum, lesin saga á þeim þriðja og teiknað úr sögunni á fjórða staðnum. Hver starfsmaður fylgir 4-5 börnum í gegnum stöðvavinnuna en hóparnir dvelja um það bil í 5 til 10 mínútur á hverri stöð en þá færa þau sig til af einni stöð á aðra.
Á Töfrasteinin er líka mjög öflugt starfið „LÆSI ALLRA MÁL“ T.d. er farið með gamlar þulur og kvæði fyrir þau, spilað við þau hljóðaspil og önnur málörvand spil, sagnalestrur þar sem útskýrð eru orð og orðasambönd. Umræður við öll tækifæri. Orðahljóð og bókaormar. Börnin á Töfrasteini syngja mikið og læra þar á meðal gömul íslensk kvæði og vísur. Börnin segja frá og hlusta á hvert annað.