Kæru foreldrar.

Föstudaginn 27. janúar s.l. var fjör og gaman í Vinaminni þegar við héldum þorrablót með börnum og starfsfólki. Börnin höfðu gert sér þjóðleg höfuðföt sem þau skörtuðu á þorrablótinu. Á borðum var fram borinn íslenskur þorramatur eins og venja er á slíkum stundum. Börnin voru duglega að smakka matinn en harðfiskurinn og sviðasultan þóttu best. Hákarlinn smökkuðu þau hörðustu en flest vildu loka hákarladósinni strax þegar þau höfðu fundið lyktina. Mysan þóttu þeim fremur súr en allt var þetta skemmtilegt og forvitnilegt í hugum barnanna og stemning ríkti í skólanum.

Í útiverunnu var búinn til myndalegur  snjókarl.

Bestu kveðjur

leiskólastjóri