Sumarlokun 2024

Lokað verður vegna sumarleyfa frá 1. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi.
fyrsti virki dagur eftir það er skipulagtsdagur, börnin mæta í skólann miðvikudaginn 7. ágúst.

 

Miðvikudagurinn 14. febrúar er „öskudagur“.

Á þessum degi höldum við öskudagshátíð, allir sem vilja geta komið í furðufötum, búningum eða því sem hver og einn vill, við sláum köttinn úr tunnunni, fáum popp og cheerios, dansað verðu eins og enginn sé morgundagurinn og haft virkilega gaman saman.

Áður fyrr voru saumaðir litlir pokar, öskupokar, voru smásteinar settir í suma pokana og aska í aðra. Drengir hengdu pokana með smásteinunum á stelpurnar en stelpurnar hengdu pokana með öskunni í á strákana. Aðal fjörið var svo að sjá pokana dingla á viðkomandi án þess að hann viss af þeim.

Þriðjudaginn 13. febrúar er „sprengidagur“. Þann dag borða allir saltkjöt og baunasúpu með rófum, gulrótum og kartöflum.
Í „sögu daganna“ segir: heimildarmenn þjóðháttadeildar sem langflestir vour fæddir á bilinu 1882-1912 sögðu að á sprengidag hafi verið borðað t.d., feitt saltkjöt og þykkar baunir, hangikjet, hraun (það eru stórgripabein með ýlduðum reyktum kjötleifum), gollur og bolaspað.

Mánudaginn 12. febrúar er „bolludagur“ til siðs er að börnin vakni á undan foreldrum sínum og flengi þau í rúmi sínu og fá rjómabollur í staðin.
Í sögu daganna segir að flengingar og bolluát barst hingað seint á 19. öld og virðast danskir og norskir bakarar hafi átt mikinn hlut að máli. Heiti „bolludagur“ er ekki til fyrr en eftir aldamót, og mun orðið til hélendis.

Á bóndadaginn þ.e. 26. janúar ætlum við að fagna Þorranum og halda „þorrablót“ að gömlum og góðum íslenskum sið. Börnin fá að smakka þorramat, matarborðin verða skeitt með kindahornum og ullarlögðum og þeir sem vilja gera sér höfuðfat til að skarta á blótinu.

Mánudaginn 15. janúar 2024 ætlum við að fagna með börnunum vegna 30 ára afmælis leikskólans. Við ætlum að dansa og syngja, hafa flæði í skólanum og meira að segja borða afmælisköku í síðdegishressingunni.

Sunnudaginn 14. janúar 2024 á leikskólinn Vinaminni 30 ára afmæli
af því tilefni er ykkur foreldrum boðið að gleðjast með okkur á Hilton Reykjavík Nordica. Takið daginn frá og skráið ykkur á viðburðinn á facebooksíðu skólans.

Föstudaginn 15. desember verður jólamatur í hádeginu fyrir börn og starfsfólk. Hangikjöt, uppstú, kartöflur, grænar baunir, rauðkál og laufabrauð.

Föstudaginn 15. desember verður jólaballið okkar. Jólaballið okkar verður haldið í Danshöllinni í Mjódd. Húsið opnar kl. 8:30 og byrjað verður að dansa kringum jólatréð kl. 9:00 Jólasveinar koma í heimsókn og boðið er upp á veitingar að dansleik loknum.

Þriðjudaginn 12. desember er jólahúfudagur í leikskólanum. Allir sem vilja geta komið með jólahúfu í skólann því fyrsti jólasveinninn kom aðfaranótt 12. des.

Fimmtudaginn 7. desember förum við í Fella-og Hólakirkju, allir á Töfrasteini, Völusteini og elstu börnin á Dvergasteini fara í kirkjuna. Börnin gera smá skraut í leikskólanum og hengja það á kærleikstréð í kirkjunni, þau syngja, hlusta á jólasögu og fá smákökur og djús. Við förum í rútu í kirkjuna.

  1. desember er rauður dagur hjá okkur í Vinaminni, þá geta börnin komið í einhverju rauðu ef þau vilja.

Í desember ætlum við í Vinaminni að hafa rólegheit og reyna að koma í veg fyrir jólaspennu eins og oft vill verða á þessum tíma. Við ætlum að bjóða börnunum upp á að baka piparkökur, spila jólalög, syndja og lesa jólasögur.

Sumarlokun sumarið 2023

Það eru margir farnir að skipuleggja sumarið og því nauðsynlegt að tilkynna hvenær leikskólinn verður lokaður vegna þessa árið 2023

Leikskólinn Vinaminni verður lokaður vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 8. ágúst 2023 að báðum dögum meðtöldum. ,

Þriðjudaginn 8. ágúst verður skipulagsdagur þar sem starfsfólk skólans vinnur saman að vetrarstarfi barnanna en börnin koma í skólann eftir frí miðvikudaginn 9. ágúst.

Bolludagur, Sprengidagur, Öskudagur

Þessir merkisbræðuður eru á sínum stað á dagatalinu.

Bolludagur 20. febrúar, Sprengidagur 21. febrúar og Öskudagur 22. febrúar
Það verður haldið upp á þessa daga eins og alltaf. Á Bolludaginn verða borðaðar bollur allan daginn, ýmisst, fiskibollur eða rjómabollur. Á sprengidaginn verður saltkjöt og baunir á borðum og á Öskudaginn er mesta hátíð barnanna en þá er Öskudagshátíð í skólanum. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni, allir dansa villta trilltan dans og furðuföt og andlitsmálning verður í boði.

Foreldraviðtöl

Kæru foreldrar

Foreldraviðtölin eru farin af stað þetta árið og byrjaði Sara Hlín deildarstjóri á Álfasteini að bjóða foreldrum barnanna þar í viðtal.

Síðan fara deildarstjórarnir á öðrum deildum að setja sig í starthólana og boða ykkur í viðtöl.

Þetta kemur allt en þið þurfið kannski að sýna smá biðlund. 🙂

Foreldramorgunverður

Kæru foreldrar

Það er okkur sönn ánægja og gleði að geta boðið ykkur foreldrum að borða morgunverð með börnunum ykkar á föstudagsmorgnum. Þetta var hefð hjá okkur fyrir Covid en eins og allir vita varð frá að hverfa meðan sá ógnvaldur geysaði.
Það er yndislegt að fá ykkur kæru foreldrar í morgunverðinn og mér heyrist þið njóta þess jafn vel og börnin ykkar að eiga þessa samveru í leikskólanum.

Þorrablót

Kæru foreldrar

Á Bóndadagin þ.e. 20. janúar síðastliðinn var haldið veglegt Þorrablót í Vinaminni. Á öllum deildum var borðum raðað upp í langborð, þau skreytt með kindahornum, ullarlögðum og íslenska fánanum. Börnin fengu svo að smakka þorramatinn eins og þau vildu en á yngri deildunum var einnig boðið upp á íslenskan grjónagraut. Á Töfrasteini þar sem elstu börnin læra var þorramaturinn settur á sér borð og fengu börnin sér á diskana sína áður en þau völdu sér sæti við langborðið. Það var mikil stemning og tróðu börnin upp í litlum hópum á meðan á borðhaldinu stóð.

Árið 2023

Kæru foreldrar

Og svo kom árið 2023 með alla sína sjarma, snjókomu, kuldakast og hækkandi sól. Við vonum að jól og áramót hafi verið ykkur hamingjurík og þið hafið getað slakað á í faðmi fjölskyldu og vina.
Nú tökumst við á við nýja árið af tilhlökkun um hvða það muni færa okkur.

Sumarfrí 2022

Kæru foreldrar

Lokað verður vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 9. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Börnin mæta í skólann 10. ágúst eftir sumarfrí.
Allir starfsmenn skólans eiga 6 vikur í sumarleyfi samkvæmt kjarasamningum og því er nauðsynlegt að hafa samfellt frí í 5 vikur.

Bolludagur, öskudagur, sprengidagur 2022

Þessir bræður koma eins og alltaf með sínar hefðir og gleði.
Bolludagur, borðaðar bollur allan daginn
Öskudagur, börnin geta komið í búningum og haldin verður öskudagshátíð
sprengidagur, þá borða allir eins og þeir geta eða þar til maginn springur að gömlum, góðum íslenskum sið.

Foreldraviðtöl mars 2022
Kæru foreldrar:

Deildarstjórar munu bjóða ykkur foreldrum foreldraviðtal í lok mars. Ég geri ráð fyrir að foreldraviðtölin verði í „Gamla kaffihúsinu“ eins og í fyrra, en það mæltist vel fyrir.

Skipulagsdagur 21. mars 2022
Kæru foreldrar:

Mánudaginn 21. mars verður skipulagsdagur í leikskólanum. Þann dag verður leikskólinn lokaður.  Eftir að skipulagningu vegna covid verður afnumið í skólakerfinu ætlum við að kafa ofaní hugmyndarfræðina okkar og koma starfi skólans á hærra plan.

Sleðaferð í skíðabrekkuna 16. febrúar 2022

Börnin á Töfrasteini ætla að skella sér út í skíðabrekkuna í Seljahverfinu eftir hádegið í dag miðvikudaginn 16. febrúar. Þau ætla að renna sér á snjóþotunum eða rassaþotunum sínum.  Þau ætla að snæða síðdegishressinguna úti í vetrarskrúði náttúrunnar og fá sér heitt kakó og matarkex.

Sumarfrí sumarið 2021
Kæru foreldrar:

Leikskólinn Vinaminni verður lokaður vegna sumarleyfa frá 5. júlí til 4. ágúst að báðum dögum meðtöldum.
Börnin koma aftur í leikskólann fimmtudaginn 5. ágúst að loknu sumarleyfi.

Skipulagsdagur 31. mars 2021
Kæru foreldrar:

Miðvikudaginn 31. mars 2021 verður skipulagsdagur í leikskólanum.
Þann dag er leikskólinn lokaður en starfsfólk skólans ætlar að vinna og skoða starfið í hnotskurn, hvað getum við gert betur og hvað er gott í starfinum með börnunum.
Við ætlum að fá til okkar skemmtilega fyrirlesara sem hrista okkur saman og efla okkur áfram í starfi skólans. 

Foreldraviðtöl mars 2021

Kæru foreldrar

Í marsmánuði ætlum við að bjóða ykkur að koma í foreldraviðtal til deildarstjóra barnsins ykkar. Við höfum fengið formlegt leyfi eiganda til að vera með foreldraviðtölin í „Gamla kaffihúsinu“ í Drafnarfellinu (við hliðina á pólsku búðinni) Þannig getum við boðið báðum foreldrum að koma í viðtalið. Deildarstjórarnir gefa ykkur tíma í foreldraviðtal og bið ég ykkur að virða þann tíma. Foreldraviðtölin verða á tímanum 12:15 – 16:00 og verður hvert viðtal í 20 mínútur. 

Bolludagur, Sprengidagur, Öskudagur 2021
Kæru foreldrar:
Þá eru þeir bræður Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur að ganga í garð. Við ætlum að borða rjómabollur á Bolludaginn og saltkjöt og baunir á Sprengidaginn.
Á sjálfan Öskudaginn, dagurinn sem öll börn bíða eftir með óþreyju ætlum við að hafa mjög gaman í Vinaminni. Börnin geta komið í búningum ef þau vilja, þau geta fengið andlitsmálningu í leikskólanum og svo verður kötturinn sleginn úr tunnunni. Allir hjálpast að við að koma kettinum úr tunnunni en hann er stundum erfiður viðfangs og lengi að komast út.
Á yngri deildum skólans verður cheerios og rúsínur í pokum fyrir börnin en á Töfrasteini fá börnin popp. Síðan stíga börn og starfsfólk villtan trilltan dans eins og hver og einn hefur getur til. Þetta er alltaf mjög skemmtilegur dagur fyrir börnin og oftar en ekki fara þau strax á haustin að tala um hvað þau ætla að vera á Öskudaginn.

Sumarfrí sumarilð 2020
Kæru foreldrar:

Leikskólinn Vinaminni verður lokaður vegna sumarleyfa frá 5. júlí til 5. ágúst að báðum dögum meðtöldum.
Börnin koma aftur í leikskólann fimmtudaginn 6. ágúst að loknu sumarleyfi.

Bolludagur , Sprengidagur, Öskudagur

Kæru foreldrar.
Þá eru þeir bræður Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur að ganga í garð. Við ætlum að borða rjómabollur á Bolludaginn og saltkjöt og baunir á Sprengidaginn.
Á sjálfan Öskudaginn, dagurinn sem öll börn bíða eftir með óþreyju ætlum við að hafa mjög gaman í Vinaminni. Börnin geta komið í búningum ef þau vilja, þau geta fengið andlitsmálningu í leikskólanum og svo verður kötturinn sleginn úr tunnunni. Allir hjálpast að við að koma kettinum úr tunnunni en hann er stundum erfiður viðfangs og lengi að komast út.
Á yngri deildum skólans verður cheerios og rúsínur í pokum fyrir börnin en á Töfrasteini fá börnin popp. Síðan stíga börn og starfsfólk villtan trilltan dans eins og hver og einn hefur getur til. Þetta er alltaf mjög skemmtilegur dagur fyrir börnin og oftar en ekki fara þau strax á haustin að tala um hvað þau ætla að vera á Öskudaginn.

Sparifatadagur í tilefni að konudeginum.

Kæru foreldrar.
Sparifatadagurinn verður í flæðinu hjá okkur föstudaginn 21. febrúar 2020
Mörg börn vita ekki hvað „spariföt“ eru, það eru jólaföt og föt fyrir afmæli og veislur en spariföt er eitthvað sem þau heyra kannski ekki öll þess vegna er gaman að brydda upp á nýjum en samt gömlum siðum fyrir börnin. 

Dagur leikskólans 6. febrúar 2020

Vegna óviðráðanlegra orsaka breytist dagsetning með að bjóða ykkur foreldrum í flæði með börnunum ykkar að tilefni „Degi leikskólans“.
Í staðinn fyrir 7. febrúar eins og áður var auglýst er ykkur  boðið að koma í leikskólann föstudaginn 14. febrúar 2020
Sjá dagskrá hér að neðan.

Að því tilefni að dagur leikskólans er 6. febrúar 2020 ætlum við að bjóða ykkur foreldrum að vera með börnunum ykkar í „flæði“ í leikskólalnum föstudaginn 14. febrúar, eftir foreldramorgunverðinn. Deildarstjórar hverrar deildar fyrir sig bjóða ykkur með börnunum ykkar í söngstund á þeirra deild kl 9:00 og síðan byrjar flæðið. Athugið að þetta er föstudaginn 14. febrúar kl. 9:00 til 10:30

Dagur leikskólans 6. febrúar 2020

Að því tilefni að dagur leikskólans er 6. febrúar 2020 ætlum við að bjóða ykkur foreldrum að vera með börnunum ykkar í „flæði“ í leikskólalnum föstudaginn 7. febrúar, eftir foreldramorgunverðinn. Deildarstjórar hverrar deildar fyrir sig bjóða ykkur með börnunum ykkar í söngstund á þeirra deild kl 9:00 og síðan byrjar flæðið. Athugið að þetta er föstudaginn 7. febrúar kl. 9:00 til 10:30

Bóndadagurinn 25. janúar 2020

Borðaður þjóðlegur matur og Þorra blótað.

Aðfangadagur og gamlársdgur
Þessa tvo daga er leikskólinn lokaður.

Megi jólahátíðin færa ykkur öllum gleðilega samveru og notalegheit.

Miðvikudaginn 18. desember.
Miðvikudaginn 18. desember verður jólaballið okkar sem er í samstarfi leikskólans og foreldrafélagsins. Ykkur foreldrum er boðið að vera með barninu/börnunum ykkar á jólaballinu.
Að venju verður jólaballið í Danshöllinni í Drafnarfelli, húsið opnar kl: 8:30 með heitu súkkulaði, piparkökum og flatkökum með hangikjöti. Dansleikurinn hefst síðan kl. 9:00 og vil ég biðja ykkur foreldra að vera dugleg að mynda hringi kringum jólatréð svo allt gangi vel. Jólasveinar koma í heimsókn með glaðning fyrir börnin Foreldrarnir fylgja börnunum sínum í leikskólann að dansleik loknum.

Föstudagur 13. desember.
Foreldramorgunverður, eftir það er foreldrum barna á Töfrasteini boðið að vera með börnunum sínum í jólaföndri kl: 9:00-11:00

Fimmtudagur 12. desember.
Í dag verður rauður dagur hjá okkur, t.d. jólasveinahúfudagur.
Börnunum er boðið að koma í heimsókn í Fella og Hólakirkju kl: 10:00
Þau syngja jólalög, hengja skraut á kærleikstréð í kirkjunni og svo fá allir djús og smákökur.

Aðfaranótt 12. desember (að kveldi 11. des) kemur fyrsti jólaseinninn til byggða, hann Stekkjastaur

Föstudagur 6. desember

Þennan föstudag verður ekki foreldramorgunverður.
Foreldrum barna á Álfasteini er boðið að koma í leikskólann og vera með börnunum sínum í jólaföndri milli kl: 15:00 og 16:00

Miðvikudagur 4. desember

Aðventuferð í Blómaval, börn fædd 2017 fara í Blómaval og skoða jólaskreytingarnar þar.

Þriðjudaginn 3. desember 

Þriðjudaginn 3. desember verður vasaljósadagur í leikskólanum.
Þann dag geta börnin komið með vasaljós með sér í skólann. Sumir fara út í myrkrið með vasaljósin og skoða tilveruna frá því sjónarhorni meðan aðrir nota vasaljósin inni í myrkrinu.

Föstudagurinn 29. nóvember

Eftir foreldramorgunverðinn er foreldrum bana á Völusteini boðið að vera með börnunum sínum í jólaföndri kl: 9:00 til 11:00

Fimmtudagur 28. nóvember

Aðventustund í Grasagarðinum börn fædd 2016 fara í Grasagarðinn.

Jólaleiksýning í Vinaminni

Miðvikudaginn 27. nóvember kemur hin bráðskemmtilega leikkona Þórdís Arnljótsdóttir með leikhús í tösku og leikur fyrir börnin jólasýningu um jólasveinana eftir ljóði Jóhannesar úr Kötlum.
Sýningin er í boði foreldrafélagsins.

Þriðjudagur 26. nóvember

Aðventustund í Grasagarðinum börn fædd 2014 og 2015 fara í Grasagarðinn.

Dagur mannréttinda barna

miðvikudaginn 20. nóvember er dagur mannréttinda barna.

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er laugardaginn 16. nóvember á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Að því tilefni förum við með ljóð eftir Jónas fyrir börnin.Dagur íslenskrar tungu

Blár dagur

Blár dagur, dagur gegn einelti er föstudaginn 8. nóvember, þann dag geta allir sem vilja koma í einhverju bláu í leikskólann.

Hattadagur

Föstudaginn 31. október var HATTADAGUR á Töfrasteini. Það var mikið fjög og mikið gaman. sjá fréttir af Töfrasteini.

Jazz er hrekkur !!!!

Fimmtudaginn 24. október 2019 kl 10:30-11:15
„Jazz er hrekkur“ er tónleikadagskrá fyrir 5-9 ára gömul börn í Gerðubergi. Þar sem reiddir verða fram jazztónar byggðir á helstu fyrirbærum tengdum Hrekkjavöku.
Börn sem stunda nám í Vísdómsstundum er boðið á tónleikana.

Bleikur dagur

Eins og alþjóð veit er BLEIKUR DAGUR á föstudaginn 11. október.
Að sjálfsögðu látum við hann ekki fara framhjá okkur og mætum í skólann í einhverju bleiku þann dag.

Guðsteinn og Melkorka smiðir komu í morgun og kynntu smíðatól fyrir börnunum.

Miðvikudaginn 9. október komu þau Guðsteinn og Melkorka í leikskólann en þau eru smiðir. Þau voru að kynna fyrir börnunum hvernig við förum með smíðaáhöld, hvernig við notum hamra og nagla, hanska og hlífðar gleraugu.
Börnin voru mjög ahugsöm og að sjálfsögðu fengu þau að nota áhöldin á eftir.

Heimsókn á listasafn Ásgríms Jónssonar

Mánudaginn 7. október fóru börnin sem stunda nám í Vísdómsstundum á listasafn Ásgríms Jónssonar. Þau fengu að skoða heimili hans og listastofuna þar sem hann vann verkin sín. Ásgrímur teiknaði mikið af íslenskum tröllum og hún Guðrún sem tók á móti okkur á safninu sagði börnunum söguna um Búkollu. Þau teiknuðu myndir úr sögunni og fengu að sjá áhöldin sem Ásgrímur notaði við að skapa verk sín. 

Ferð í Grasagarðinn

Miðvikudaginn 2. október fóru fjögurra og fimm ára gömul börn í Grasagarðinn.
Börnunum þótti mjög spennandi að sjá skordýrahótelið og finna liti í umhverfinu. Það var t.d. mjög erfitt að finna bláan og svartan lit. 

Ferð í Grasagarðinn

Þriðjudaginn 1. október fóru þriggja ára gömul börn í Grasagarðinn.
Börnin hittu garðyrkjufræðing sem fræddi þau um plöntur. Skemmtilegast var að mega borða sum blómin. Einnig fengu þau ýmis verkefni til að leysa t.d. finna liti í umhverfinu og skoða gróður með stækkunnargleri.

Flæði í skólanum

Föstudaginn 20. september verður flæði fyrir börnin í leikskólanum eftir foreldramorgunverðinn. Ákveðin viðfangsefni verða á hverju svæði í öllum skólanum og börnin geta ákveðið á hvaða svæði og deild þau fara að leika. 

Dagur íslenskrar náttúru

Mánudaginn 16. september er „dagur íslenkrar náttúru“, að því tilefni ætlum við að hafa útikennslu i leikskólanum. Börnin fara þá með kennurunum sínum út í náttúruna og skoða fjölbreytileika hennar.

Hópastarf byrjar.

Í fyrstu vikunni í september byrjar hópastarfið á Töfrasteini og Völusteini. Börnunum er skipt í hópa og hver barnahópur á sinn hópastarfadag.

Vísdómsstundasetning

Þriðjudaginn 27. ágúst verður Vísdómsstundasetning kl 9:00-10:00. Elstu börnin í leikskólanum stunda nám í Vísdómsstundum og undirbúa sig fyrir áframhaldandi skólagöngu í grunnskólanum. Foreldrum þessara barna er boðið að vera við setninguna. Vísdómsstundirnar verða síðan á mánudögum og fimmtudögum.

Foreldrafundur

Fimmtudaginn 29. ágúst verður foreldrafundur fyrir foreldra barna sem stunda nám á Álfasteini. Fundurinn verður haldinn í Skólastofunni og verður á milli kl: 16:oo-17:00 og börnin geta verið í leikskólanum á meðan. Mætið öll og heyrið hvað börnin ykkar eru að gera í leikskólanum sínum.

Foreldrafundur

Miðvikudaginn 28. ágúst verður foreldrafundur fyrir foreldra barna sem stunda nám á Dvergasteini. Fundurinn verður haldinn í Skólastofunni og verður á milli kl: 16:oo-17:00 og börnin geta verið í leikskólanum á meðan. Mætið öll og heyrið hvað börnin ykkar eru að gera í leikskólanum sínum.

Foreldrafundur

Miðvikudaginn 21. ágúst verður foreldrafundur fyrir foreldra barna sem stunda nám á Völusteini. Fundurinn verður haldinn í Skólastofunni og verður á milli kl: 16:oo-17:00 og börnin geta verið í leikskólanum á meðan. Mætið öll og heyrið hvað börnin ykkar eru að gera í leikskólanum sínum.

Foreldrafundur

Þriðjudaginn 20. ágúst verður foreldrafundur fyrir foreldra barna sem stunda nám á Töfrasteini. Fundurinn verður haldinn í Skólastofunni og verður á milli kl: 16:oo-17:00 og börnin geta verið í leikskólanum á meðan.. Mætið öll og heyrið hvað börnin ykkar eru að gera í leikskólanum sínum.

Sumarfrí 2019

Lokað verður vegna sumarleyfa frá 8. júli til 8. ágúst.
Síðasti vinnudagur fyrir frí er 5. júlí, það verður skipulagsdagur 7. ágúst og börnin mæta í skólann 8. ágúst.

Föstudaginn 28. júní verður sumarhátíðin okkar í Vinaminni.
Auglýst nánar síðar.

Laugardaginn 25. maí útskrift elstu barnanna í Vinaminni kl. 10:00

Föstudaginn 24. maí verður sveitaferðin í boði foreldrafélagsins.
Að þessu sinni förum við í húsdýragarðinn að Stóra-Holti.

Föstudaginn 24. maí verður mikið fjör. Börnin sem hafa stundað nám í Vísdómsstundum síðastliðið skólaár gista í leikskólanum.

Laugardaginn 18. maí verður OPIÐ HÚS í Vinaminni milli kl: 11:00-13:00

Þriðjudaginn 23. apríl fara börnin sem stunda nám í Vísdómsstundum í Hörpu og hlusta á tónleikana „Tobbi túba“

Þriðjudaginn 9. apríl kemur Jónatan Grétarsson ljósmyndari og tekur myndir af börnunum ykkar.

Föstudaginn 29 , mars ætlum við að hafa mottudag/mottumars.

Föstudaginn 22. mars verður „SKIPULAGSDAGUR“ í leikskólanum, þann dag verður leikskólinn lokaður.

Föstudaginn 1. mars  standa samtök sjálfstæðra skóla fyrir ráðstefnu sem ætluð er starfsfólki sjálfstæðra leikskóla. Við starfsfólk Vinaminnis ætlum að fjölmenna á ráðsternuna og hlusta á skemmtilega og fræðandi fyrirlestra sem munu efla okkur í starfinu með börnunum ykkar. Viljum við því biðja ykkur kæru foreldrar að ná í börnin ykkar kl. 14:00 þann dag. Ráðstefnan hefst kl: 15:00

Föstudaginn 22. febrúar þ.e. á konudaginn ætlum við að hafa sparifatadag. Þá geta allir sem vilja komið í sparifötunum í skólann.

Þriðjudaginn 26. febrúar fara börnin sem stunda nám í Vísdómsstundum á Árbæjarsafn.

Fimmtudagurinn 21. febrúar fara börnin í Krummahópi á Árbæjarsafn.

Þriðjudaginn 12. febrúar fara börnin sem stunda nám í Vísdómsstundir á Landnámssýninguna

Miðvikudaginn 6. febrúar fara börnin sem stunda nám í Vísdómsstundum að skoða varðskipið Þór.

Þriðjudaginn 29. janúar fer „Krummahópur“ það eru börn fædd 2014 á Náttúrufræðistofu að skoða krumma og fræðast um það sem safnið hefur upp á að bjóða

Föstudaginn 25. janúar gengur Þorrinn í garð, þá er Bóndadagurinn og við munum blóta Þorra þann dag að gömlum góðum íslenskum sið. Þann dag ætlum við að vera á þjóðlegu nótunum og koma í einhverju þjóðlegu í skólann

Föstudaginn 14. desember verður jólaballið okkar. Eins og undanfarin ár verður það haldið í Danshöllinni í Drafnarfelli 2. Húsið opnar kl. 8:30 og geta börn og foreldrar fengið sér flatkökur með hangiljöti, piparkökur og heitt súkkulaði. Kl: 9:00 hefst dansleikurinn. Jólasveinarnir kíkja eflaust í heimsókn og færa börnunum glaðnin. Að dansleik loknum fylgja foreldrar börnunum sínum í skólann og geta síðan haldið til vinnu sinnar.

Fimmtudaginn 6. desember förum við í Fella og Hólakirkju.
þar syngjum við nokkur jólalög, hlustum á prestinn tala um að allir þurfi að hjálpast að fyrir jólin. Síðan er börnunum boðið upp á smákökur og djús.

Miðvikudaginn 28. nóvember kl: 9:30 kemur Þórdís Arnljótsdóttir leikkona með „leikhús í tösku“ og sýnir börnunum hið bráðskemmtilega og fjöruga leikrit um jólasveinana. Þórdís leikur alla jólasveinana í takt við jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum.

Föstudaginn 16. nóvember er dagur íslenkrar tungu. Þá munum við flytja ljóð fyrir börnin  í máli og myndum eftir Jónas Hallgrímsson og vera bara heilmikið á þjóðlegu nótunum þann daginn. 

Laugardaginn 27. október er fyrsti vetrardagur. Þá gengur vetur konungur í garð og gleður börnin þegar snjóa fer. Þá verða snjóþoturnar teknar í notkun með tilheyrandi skemmtilegheitum.

Vikuna 22 – 26. október koma vaskar konur frá Reykjavíkurborg og fylgjast með starfinu hjá okkur. Þetta er liður í ytra mati leikskólastarfsins og er af hinu góða. Þær verða inni á deildum og skoða hvernig við vinnum með börnunum, einnig taka þær viðtöl við starfsfólk, foreldra og börn. 

Föstudaginn 12. október verður „bleikur dagur“ í leikskólanum. Þá geta börnin komið í einhverju bleiku í skólann.

Börnin sem stunda nám í Vísdómsstundum skólaárið 2018-2019 fóru á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2. oktober s.l. og hlustuðu á verkið: Drekinn innra með mér, við góðar undirtektir ungviðsins.

Foreldrafundir voru haldnir í lok september og byrjun október.

Hópastarfið byrjaði miðvikudaginn 12. september. Börnin á Töfrasteini og Völusteini eru í hópastarfi

Fimmtudaginn 6. september 2018 voru Vísdómsstundirnar settar. Foreldrar barna sem stunda nám í Vísdómsstundum var boðið að koma og vera við setninguna.

Föstudaginn 6. júlí er síðasti vinnudagur hjá okkar fyrir sumarfríslokun.
Lokað verður vegna sumarleyfa frá 9. júlí til 8. ágúst.
Skipulagsdagur 8. ágúst börnin mæta fimmtudaginn 9. ágúst  í leikskólann

Föstudaginn 6. júlí er síðasti vinnudagur hjá okkar fyrir sumarfríslokun.
Lokað verður vegna sumarleyfa frá 9. júlí til 8. ágúst.
Skipulagsdagur 8. ágúst börnin mæta fimmtudaginn 9. ágúst  í leikskólann

Föstudaginn 29. júní verðu sumarhátíðin okkar
í Vinaminni og hefst hún kl: 15:00

í júnímánuði verður mikið um viðburði hjá börnunum. Það verða hjóladagar, íþróttadagar, vettvangsferðir, ferðir í Húsdýragarðinn og svo verða elstu börnin á faraldsfæti í júní. Dagsetningar aulýstar síðar.

Laugardaginn 2. júní kl: 10:00 útskrifast elstu börnin úr Vísdómsstundum . Foreldrar þessara barna, ömmur, afar og systkini eru velkomin að koma og vera við athöfnina.

Föstudaginn 1. júní ætla elstu börnin þ.e. börnin sem stunda nám í Vísdómsstundum skólaárið 2017-2018 að gista í leikskólanum.

Laugardaginn 26. maí 2018 verður „OPIÐ HÚS “ í Vinaminni milli kl: 11:00-13:00

Föstudaginn 18. maí förum við í sveitina að skoða dýrin. Að þessu sinni förum við og heimsækjum Hraðastaði í Mosfellsdal. Lagt verður af stað frá Vinaminni kl: 12:30

Þriðjudaginn 15. maí 2018 er börnunum sem stunda nám í Vísdómsstundum skólaárið 2017-2018 boðið í heimsókn í Borgarleikhúsið kl 10:00

Miðvikudaginn 11. apríl 2018 kemur Jónatan Grétarsson ljósmyndari og tekur myndir af börnunum í leikskólanum. 

Föstudaginn 23. mars 2018 verður páskaeggjaleit í leikskólanum. 

Föstudaginn 16. mars 2018 verður skipulagsdagur í leikskólanum. Þann dag er leikskólinn lokaður.

Fimmtudaginn 8. mars 2018 ætla börnin sem stunda nám í Vísdómsstundum að skella sér í Varðskipsfræðslu með starfsmönnum sínum.

Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 skelltu börn og starfsfólk á Völusteini sér aftur í sleðabrekkuna við Jaðarsel

Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 skelltu börn og starfsfólk á Völusteini sér í sleðaferð í brekkuna við Jaðarselið.

Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 fóru börnin sem stunda nám í Kisuhóp á Töfrasteini í Húsdýragarðinn.

Mánudaginn 22. janúar 2018 fóru börnin sem stunda nám í Vísdómsstundum skólaárið 2017-2018 á Landnámssýninguna.

19. janúar 2018 Bóndadagurinn

Bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur hér á bæ með veglegu þorrablóti. Börnin voru dugleg að smakka þorramatinn eins og endranær.

Maí

Júlí